top of page

Um Mig

Hæ! Ég heiti Guðrún.

​

Það er fátt sem gleður mig meira en að fá fólk til að koma saman, njóta góðs matar og skapa minningar við borðið. Ég elska matarboð og þessar dýrmætu stundir sem tengja fólk saman - hlý samtöl, hlátur og ljúffengur matur á borði.

​

Ástríðan mín fyrir eldamennsku kviknaði snemma, í eldhúsinu með mömmu. Við systkinin fengum sitthvorn daginn til að elda kvöldmat, og ég tók það mjög alvarlega - fletti í uppskriftarbókum, skipulagði vel og hlakkaði alltaf til. Uppáhaldstími mánaðarins var þegar Gestgjafinn datt inn um lúguna - síðan þá hef ég verið áskrifandi af fjölmörgum erlendum matartímaritum.

​

Uppáhalds kvöldverðirnir mínir eru þeir sem tengjast veislum og hátíðum. Jólin hafa alltaf verið minn uppáhaldstími ársins - allt er svo notalegt og hátíðlegt, og allir leggja sig fram við að elda góðan mat og njóta samverunnar.

​

Ég elska allt við að skipuleggja matarboð! Allt frá því að setja saman matseðil og para saman vín, fara í búðina, elda og skreyta borðið.

​

Þess vegna býð ég ekki bara upp á matarboð fyrir vini og fjölskyldu - heldur kem ég líka heim til þín, tek yfir eldhúsið og töfra fram gómsætan mat sem allir njóta.

​

Langar þig að skipuleggja ógleymanlegan eftirmiðdag eða kvöld fyrir gestina þína? Ég sé um allt - svo þú getir slakað á og notið augnabliksins. Við búum til matseðil sem passar fullkomlega við þemað - hvort sem það er glæsilegur hádegisverður, fjögurra til fimm rétta kvöldverður eða kokteilboð.

​

Endilega heyrðu í mér og sjáum hvort við getum ekki töfrað eitthvað saman!

bottom of page